Tuesday, September 2, 2008

Barbados!!!

Þá erum við komin á þessa pínulitlu paradísareyju í Karabíska hafinu.

Við erum búin að koma okkur nokkuð þægilega fyrir í húsinu hér að 13 Risk Ridge. Fyrsta kvöldið okkar hér fórum við í göngutúr um hverfið í leit að veitingastað, en komumst fljótt að því að hér í þessu úthverfi er lítið um slíkt. Gaui kom hingað í mars, þegar hann leigði húsið og mundi eftir að lítill huggulegur ítalskur veitingastaður væri hér í göngufæri. Við gengum og gengum, svöng og þyrst í dimmunni (lítið um ljósastaura hér í úthverfunum) og fundum ekki neitt nema súpermarkað. Létum okkur þá hafa það að kaupa mat og fara með heim til að elda. Mjög skrítið að vera svona eina hvíta fólkið í búðinni. Fólkið tók okkur nú frekar afslappað, allir heilsa og eru cool, en börnin stara soldið á okkur. Á röltinu daginn eftir fundum við svo þennan litla ítalska stað, en þá er hann bara frekar afslappaður eins og annað á eyjunni og er í sumarfríi til 4. október! ókídókí.. þar fór hverfisstaðurinn :) Það er reyndar ekki mikið sem þarf til að gera hverfispöbb hér, eitt coca cola merki, þrír ryðgaðir stólar, bjórkassi og voilá!! Komið "hangout place".

Við erum í ágætis hverfi, en þó er mjög misjafnt hversu vel við haldið húsin eru hér, sum uppfylla allar kröfur um draugamynda-hús, meðan önnur eru rosalega flott með marglitum blómatrjám í garðinum, stundum með belju og hænum á rölti. Ég á eftir að setja inn myndir af umhverfinu á næstunni, er svona að læra á þetta blogg smátt og smátt.

Í dag byrjaði svo skólinn hjá krökkunum á eyjunni og við nýttum tækifærið og byrjuðum heimakennsluna hér. Viktor og Arnór byrjuðu daginn á stærðfræði og íslensku, Gaui að vinna, en Orri svaf aðeins lengur og kom svo sterkur inn í stærðfræðina. Eftir lærdóminn tókum við guttarnir stefnuna niður á ströndina okkar, og þar tóku ágætis öldur á móti okkur. Gaui kláraði vinnuna sína og kom aðeins á eftir. Týpist, að þegar hann kom var ég í hrókasamræðum við sölumann sem var að sýna mér alls konar dót sem hann býr til, hehe, en það fyndna var að hann hafði komið til Íslands, séð Dimmuborgir, Geysi, Gullfoss og allan pakkann. Svona er samt fólkið hérna, alltaf til í að spjalla, vinalegt og ótrúlega rólegt. Allavega, stöndin... í fyrradag þegar við fórum var sjórinn mjög sléttur og þegar við köfuðum sáum við fullt af fiskum. Núna sást lítið, en sjórinn var volgur og öldurnar meiri. Það er mjög grunnt hér við ströndina og við höldum okkur mjög nálægt landi, alltaf örugg (engar áhyggjur ömmur!!). Við tókum æfingu á ströndinni, við Gaui. Hindu hnébeygjur, pistols, hindu armbeygjur og fleira sem okkur datt í hug. Eftir strandferðina, röltum við okkur heim, slöppuðum af, þvoðum smá þvott, Orri las heila bók (Óli og Ása) og við Gaui fundum út úr blogginu. Yndislegt að geta skipulagt daginn svona sjálf, í raun algerlega nýtt og ég finn að ég þarf að gíra mig niður. Er vön því að vera alltaf á fullu á Íslandi, en hér í hitanum verður bara allt að róast.
Ég hef fengið rosalega góð viðbrögð við ketilbjöllutímunum heima, fæ að heyra mikið af hrósi um kennaranna sem kenna tímana mína, svo ég er rosalega ánægð með það. Það munar svo mikið um það að vita að hlutirnir heima gangi vel.
Við fórum til Brigdetown í gær, sem er höfuðborgin og það var skemmtilegt. Það er samt þar eins og með annað hér, maður fer nokkur ár aftur í tímann og alveg sérkennilegt að vera svona alger minnihluti, það er svo lítið af hvítu fólki hérna. Arnór átti setningu dagsins í gær þegar við sátum á annarri hæð á veitingastað og horfðum yfir mannfjöldann í götunni meðan við borðuðum, "hey, þarna eru 5 menn.. og hvorugur þeirra eru svartir!!".

3 comments:

Furubyggd said...

Bestu kveðjur frá fjölskyldunni í Furubyggð 38. Karl Trausti biður sérstaklega að heilsa Orra. Flott að allt gengur vel. Skrifum meira seinna.

Anonymous said...

Hæ, gaman að lesa bloggið.
Ég sakna þín. ísland noregur fór
2:2.
Alexander

Anonymous said...

Rosalega gaman að lesa um nýja lifinu spennandi á Barbadós! Erum ekki smá að öfunda ykkar......
Allt gott hér, rigning og rok og haustin á leiðinni.
Við fjölskyldan er á leiðinni til Portugal í 2 vikur í nestu viku, svo við erum ekki að kvarta....
Haldið áfram að vera duguleg að skrífa - við fylgjumst með.
Stina, Bragi og börn!

Blog Archive