Saturday, January 24, 2009

Rigning í Ríó


Hér er bara íslenskt veður, þoka, rigning og rok... nema það er um 25 stiga hiti svo þetta er alveg viðunnandi :) Skrítið samt, vegna þess hversu mikið mannlífið hérna snýst um ströndina, þeir nota ströndina eins og Evrópubúar nota stóru almenningsgarðana, fara í picnic, leika sér og slaka á, en þegar veðrið er svona þá sér maður ekki marga af þessum tíu milljónum sem búa í Ríó.

Við ætlum að nota daginn í að fara niður í miðbæ, það er ekki svona "Strik" hérna, en við ætlum á torg sem kallast nóvember 15 torgið og erum búin að finna götu á kortinu sem gæti verið gaman að tölta. Verðum flott með nefið ofan í bókinni að reyna að fatta hvert við eigum að fara um leið og við höldum í börnin og töskuna og myndavélina og..... hmmmm. Kannski sitjum við bara heima... neinei. Á myndinni sjáið þið útsýnið af svölunum okkar á góðum sólardegi.


Það er annars óhætt að segja að við Gaui erum lurkum lamin eftir æfingar vikunnar. Gaui náði 5 æfingum og ég 4. Þar með hef ég eiginlega tvöfaldað fjölda BJJ æfinga sem ég hef farið á um ævina, hehe. Núna er ég með svo miklar harðsperrur í hálsinum að ég hreyfi mig eins og Frankenstein. Engar harðsperrur annars staðar, en hálsinn tekur eiginlega þátt í öllum hreyfingum líkamans, svo ég er ekki það sem kalla skyldi "hot mama" núna, er meira eins og kall í kraga, en slíkir menn verða seint sakaðir um að vera OF sexy. Æfingarnar hafa annars verið skemmtilegar. Ég fór á fyrstu kvöldæfinguna á fimmtudaginn, það er þriggja tíma æfing og margir svartbeltingar að æfa á kvöldin. Allir ansi sterklegir, en ég tók eftir einum í byrjun tímans sem var í grútskítugum galla, soldið feitur, svaka sveittur strax í byrjun og þegar hann glímdi þá var alltaf ca. 5 cm rassaskora upp úr buxunum hans. Ég reyndi bara að horfa í aðra átt, annars hefði ég flissað of mikið, nógu erfitt að vera eina stelpan og kunna minnst, þó maður sé ekki líka flissandi eins og kjáni. En allavega, svo er ég sett í glímu og hver er valinn til að glíma við mig, nema rassmann sjálfur. Og rassmann var með svarta beltið!! Svo náttúrulega ég fer að spjalla aðeins við hann meðan Jefferson yfirþjálfari var að raða fólki niður sem átti að glíma saman, og auðvitað reyndist þetta vera hinn besti gaur. Og við glímdum og ég gleymdi öllu um skítuga gallann, svitann og rassinn, því þegar maður er að æfa sig í að verjast og láta ekki ná sér í slæma stöðu eins og choke, þá hugsar maður bara um það og ekkert annað. Og vá hvað þetta tekur á, og vá hvað þetta er gaman!! Og svo váááááááááá, hvað ég kann lítið!

5 comments:

Anonymous said...

Nennir þú að senda mér pening frá þessum löndum eins og þú sendir gumma en hvað er heimilisfangið hjá ykkur svo ég geti sent ykkur eitthvað

Anonymous said...

Ok, ég sendi þér bráðum strax og við finnum pósthús. Ertu ekki í Grenibyggð 5? Heimilisfangið hér er Guðjón Svansson/Renzo Gracie
Barra beach recidentia
Av. do Pepé
1120 - Barra da Tijuca
CEP. 22.620 - 171
Rio de Janeiro - RJ
Brazil
Ég hlakka til að sjá þig Kristó!!
Viktor

Anonymous said...

Já ég er í grenibyggð 5

Anonymous said...

Nennir þú að senda mér fleiri útlenska peninga Viktor? Og hvað er heimilisfangið ykkar? Svona svo ég geti sent þér.

Kv. Guðmundur

Anonymous said...

góðan daginn ég heiti jökull