Wednesday, January 7, 2009

Crane beach

Við höfum haft Steinu tengdamömmu, Eirík og Höbbu hjá okkur yfir jólin og ármótin. Þau fóru heim í gær og það er heldur betur tómlegt í kotinu. Hér er mynd af Crane ströndinni sem við fórum að skoða með þeim. Þetta er ein flottasta strönd í heimi og hótelið sem er uppi á klettunum er mjög dýrt og fínt hótel, mikið notað í Módelblöðunum, enda gríðarflott aðstaða þarna í kring. Hér er kletturinn sem við komumst að of seint, að er hægt að hoppa af honum og út í sjó. Ég myndi reyndar held ég ekki þora því, því öldurnar koma af þvílíkum krafti í klettana þarna.

1 comment:

Anonymous said...

Já sæll, var að kíkja hingað í fyrsta sinn... og lenti bara í maraþon-blogg-lestri. Svo var ég svo þreytt á öllum þessum íþróttaæfingum á ykkur, held bara að ég fái harðsperrur fyrir vikið! Fjúff!

Gott að heyra að ykkur líði vel, sólbrún og sæl. Hér höfum við ekki séð sólina í mánuð, en góða hliðin á því er hægari hrukkumyndun.

Allir biðja að heilsa héðan. Myndir komnar á Barnaland.is/barn/1813

Knús og klemm frá Kiðlingi