Tuesday, January 6, 2009

Gaui að sippa!


Ólin sem hann er með um bringuna er púlsólin sem tengist púlsmælinum. Hann hefur svo gaman að því að skrá niður allar tölur sem koma út úr þessum æfingum :), segir mér spenntur "ég var í 90% meðalpúlsi". Hann er svaka duglegur að skrifa niður æfingar, hugsa um æfingar, surfa á netinu að finna eitthvað nýtt og kemur alltaf með eitthvað skemmtilegt að gera. Ég er á annarri bylgjulengd með þetta, hef gaman að erfiðum æfingum, og hugsa meira bara "úff, þetta var erfitt" og byrja kannski aðeins að pæla í hvað væri gaman að taka í næstu æfingu. Ég er bara ekki flókin. Þetta Excel-gen sem Gaui erfði frá mömmu sinni er helv.. ráðandi!!


Æfingin sem við Gaui og Habba (við höfum nú verið heppin með gestina, þau voru bara oft og tíðum til í að púla með okkur) tókum á nýársdag var sem sagt svakaleg. Hún kom frá Maxwell sem setti þessa skemmtilegu áskorun upp. Hún er svona:


Sippa 100x ef þú ert með 1kg sippuband, 200x ef þú ert með venjulegt sippuband (við gerum 200)

10x 6-count burpees með armbeygju (djúp knébeygja, hoppa í armbeygju, gera armbeygju, hoppa fram og svo hátt hopp upp)

5 upphífingar


Þessar þrjár æfingar gerirðu í 12 umferðir, eina fyrir hvern mánuð á árinu sem er að ganga í garð. Mjög erfitt, en mjööööög gaman..... þegar maður er búinn :)))

1 comment:

Anonymous said...

Þið vinnið ekki nóg eð þið þurfið að vera að hoppa og skoppa þetta.

Koma bara í sveitina og taka til hendinni. Ekki vera að spreða þessum kaloríum eitthvað út í loftið. Láta verkin tala, ha!

:-)

Kiðlingurinn