Þá erum við komin til Bandaríkjanna og erum spennt yfir því. Við vöknuðum um fjögur í nótt til að mæta í morgunflug frá Barbados, og það var barasta ansi skrítin tilfinning að keyra þessa blessuðu vegi á Barbados í síðasta sinn. Allavega í bili, því eins og við segjum strákunum okkar "aldrei að segja aldrei". Hver veit hvort við komum aftur þangað. Þeir eru sáttir við dvölina og við eyddum kvöldinu í gær í að fara yfir heilmörg atriði sem standa upp úr eftir svona langa dvöl í landi sem við þekktum ekki neitt þegar við komum, en sem við lítum á sem semi-heimili þegar við förum þaðan. Gott land sem við getum alveg mælt með. Hins vegar sjáum við það mjög vel, hversu ofboðslega lítið þetta land er, þegar við komum svo beint í faðm risaveldisins US of A!!
Erum glöð!!
4 comments:
Ert þú kominn í mútur Viktor?
Kv. Gummi og kannski
Kristó
Ég bara veit það ekki. En þið?
nei alls ekki hvernig spyrðu kv. kristó
hæhæ, ég fylgist með eins og venjulega...bara misdugleg að kvitta ;)
Kv. arna steinars
Post a Comment