Nú sitja feðgarnir fjórir við Brasilíu-Kanann sem þeir byrjuðu á hérna. Gaui sagði guttunum frá Kana sem iðnaðarmenn sem unnu með Svanka tengdapabba spiluðu dag eftir dag í öllum pásum, og voru komnir með stig sem skiptu þúsundum. Þetta fannst strákunum aldeilis sneðugt og nú er keppst við að ná sem hæstu skori. Þeir eru komnir eitthvað í kringum hundrað eftir nokkur kvöld, og mér þykir þeir oft tefla ansi djarft. Þeir hika ekki við að segja „Kani!“ ef þeim þykja spilin góð, svo það er ekki sama varkárnin í þeim og mér, sem svitna ef ég segi meira en níu.
En við vorum nú að skrá í sögubækurnar okkar í dag, fórum í okkar fyrsta BJJ tíma hér í hverfinu. Hann var í stöð sem heitir ByFit og á efstu hæðinni í stöðinni er dýnulögð hæð þar sem BJJ tímarnir fara fram. Á veggnum er svo máluð mynd af einhverju grimmu dýri og í kringum dýrið stendur „Gracie Barra“ en Barra er hverfið sem við erum í. Í stuttu máli var þetta frábær tími, góður kennari og okkur var vel tekið. Við mættum þarna kl. 10 eins og stundataflan sagði til um (tími frá 10-12). Það stóð ekkert hvernig tími þetta yrði og Gaui sagði íbygginn í morgun þegar ég drakk örvæntingafull þennan hálfa kaffibolla sem ég hafði tíma fyrir (erfitt að vakna): „ég hef á tilfinningunni að þetta sé barna-BJJ-tími, ég held það séu nefninlega sumarfrí núna..“. Svo ég var bara róleg og tölti af stað, tilbúin að hvetja guttana áfram, segja þeim að tala við hin börnin og vera óhræddir við að prófa að glíma við hvern sem er. Nú svo mætum við á staðinn, þar eru cirka tíu misþungir, misbrúnir, vel þjálfaðir karlmenn með hina ýmsu beltaliti og okkur er umsvifalaust sagt að skella okkur í gallann. Okkur fullorðnu sem sagt.... Ég fór í gallann, sem ég hef einu sinni áður farið í og þá var hann svo nýkominn úr pakkanum að Bjarki gerði grín að mér, svo ég þvoði hann einu sinni. Síðan hef ég nú ekki farið í tíma, en þetta eru líklega hundrað ár síðan eða svo. Ok, ég í gallann og kalla mjóróma á Gauja: „ég vil bara glíma við þig!“ og gleymi öllu um hlutverkið að vera fyrirmynd barnanna. Eftir upphitun og tvö brögð var okkur raðað saman, ég hélt að við værum að fara í einhvern skemmtilegan leik, var stillt upp á móti stórum brúnum gaur. Svo bara kallað: „Seven minutes!! Go!!!“ og gaurinn gefur mér five og hnefa og svo bara glíma takk fyrir. Hehe. Þeir voru nú góðir við mig, í einu rúllinu reyndi ég að stynja upp „very much beginner...“ en þeir skilja náttúrulega enga ensku hérna. Svo ég glímdi þrjár glímur, við þrjá mismunandi menn, og enginn þeirra Gaui. En þetta var gaman og ég fer aftur á morgun.
Þeir eru með æfingar alla virka morgna frá 10-12 sem við ætlum að mæta á, og svo kl. 18-21 á kvöldin. Við ætlum nú ekki að byrja á kvöldæfingum alveg strax, Gaui er til í að bíða fram á miðvikudag, sem sagt ekki á morgun heldur hinn.
Þjálfarinn sýndi guttunum líka áhuga, greinilega mikill kennari í sér og fór aðeins að sýna þeim brögð sem þeir gætu æft. Planið hjá okkur er svo að fá guttana með á okkar æfingar og jafnvel fá kennara fyrir þá öðru hvoru, meðan við æfum. Svo mæta þeir á barnaæfingarnar sem eru kl. 18 á þriðjudögum og fimmtudögum. Í dag hef ég verið þjökuð af þessari sérkennilegu þreytu sem kemur í mann eftir svona BJJ tíma þegar maður er byrjandi. Þetta reynir svo á allan líkamann (ekki farið að reyna á heilann ennþá, hann fer bara í baklás þegar ég ætla að reyna að ná einhverjum lásum... hugsa bara „og hvað svo?..“ og heilinn svarar: ehhh tjah, ég bara veit ekki!!“). En við vorum róleg í dag, borðuðum, náðum í tölvupóstinn, löbbuðum í búðina, svo strönd og svo heim að elda. Við ætluðum að fara í Kringlu hérna í hverfinu sem við héldum að væri nálægt, því þar er víst eina búðin sem selur orðabækur. En þegar við fengum að vita að það tæki 20 mínútur í strætó aðra leið, þá nenntum við ekki. En að vera svona mállaus!! Það er alger undantekning að einhver skilji ensku hér og ekki sjens að finna nein blöð eða bækur á ensku. Þeir hafa bara ekki þörf fyrir þetta mál. Eina sem er í boði annað en portúgalska er spænska, og ekki er ég betri þar. Það getur líklega verið soldið fyndið að fylgjast með okkur þegar við reynum að gera okkur skiljanleg, ég vildi panta sódavatn um daginn á veitingastað, veit að vatn er aqua, og þá sagði ég: „Aqua... emm skvisssssshhh? Eh?“ Þetta virkaði, en stefnan er nú samt tekin á orðabók og við erum komin með símanúmer í málaskóla. Við ætlum að tjékka á því hvort við komumst í smá málakennslu þessar fimm vikur sem við verðum hér. Væri gaman.
En við vorum nú að skrá í sögubækurnar okkar í dag, fórum í okkar fyrsta BJJ tíma hér í hverfinu. Hann var í stöð sem heitir ByFit og á efstu hæðinni í stöðinni er dýnulögð hæð þar sem BJJ tímarnir fara fram. Á veggnum er svo máluð mynd af einhverju grimmu dýri og í kringum dýrið stendur „Gracie Barra“ en Barra er hverfið sem við erum í. Í stuttu máli var þetta frábær tími, góður kennari og okkur var vel tekið. Við mættum þarna kl. 10 eins og stundataflan sagði til um (tími frá 10-12). Það stóð ekkert hvernig tími þetta yrði og Gaui sagði íbygginn í morgun þegar ég drakk örvæntingafull þennan hálfa kaffibolla sem ég hafði tíma fyrir (erfitt að vakna): „ég hef á tilfinningunni að þetta sé barna-BJJ-tími, ég held það séu nefninlega sumarfrí núna..“. Svo ég var bara róleg og tölti af stað, tilbúin að hvetja guttana áfram, segja þeim að tala við hin börnin og vera óhræddir við að prófa að glíma við hvern sem er. Nú svo mætum við á staðinn, þar eru cirka tíu misþungir, misbrúnir, vel þjálfaðir karlmenn með hina ýmsu beltaliti og okkur er umsvifalaust sagt að skella okkur í gallann. Okkur fullorðnu sem sagt.... Ég fór í gallann, sem ég hef einu sinni áður farið í og þá var hann svo nýkominn úr pakkanum að Bjarki gerði grín að mér, svo ég þvoði hann einu sinni. Síðan hef ég nú ekki farið í tíma, en þetta eru líklega hundrað ár síðan eða svo. Ok, ég í gallann og kalla mjóróma á Gauja: „ég vil bara glíma við þig!“ og gleymi öllu um hlutverkið að vera fyrirmynd barnanna. Eftir upphitun og tvö brögð var okkur raðað saman, ég hélt að við værum að fara í einhvern skemmtilegan leik, var stillt upp á móti stórum brúnum gaur. Svo bara kallað: „Seven minutes!! Go!!!“ og gaurinn gefur mér five og hnefa og svo bara glíma takk fyrir. Hehe. Þeir voru nú góðir við mig, í einu rúllinu reyndi ég að stynja upp „very much beginner...“ en þeir skilja náttúrulega enga ensku hérna. Svo ég glímdi þrjár glímur, við þrjá mismunandi menn, og enginn þeirra Gaui. En þetta var gaman og ég fer aftur á morgun.
Þeir eru með æfingar alla virka morgna frá 10-12 sem við ætlum að mæta á, og svo kl. 18-21 á kvöldin. Við ætlum nú ekki að byrja á kvöldæfingum alveg strax, Gaui er til í að bíða fram á miðvikudag, sem sagt ekki á morgun heldur hinn.
Þjálfarinn sýndi guttunum líka áhuga, greinilega mikill kennari í sér og fór aðeins að sýna þeim brögð sem þeir gætu æft. Planið hjá okkur er svo að fá guttana með á okkar æfingar og jafnvel fá kennara fyrir þá öðru hvoru, meðan við æfum. Svo mæta þeir á barnaæfingarnar sem eru kl. 18 á þriðjudögum og fimmtudögum. Í dag hef ég verið þjökuð af þessari sérkennilegu þreytu sem kemur í mann eftir svona BJJ tíma þegar maður er byrjandi. Þetta reynir svo á allan líkamann (ekki farið að reyna á heilann ennþá, hann fer bara í baklás þegar ég ætla að reyna að ná einhverjum lásum... hugsa bara „og hvað svo?..“ og heilinn svarar: ehhh tjah, ég bara veit ekki!!“). En við vorum róleg í dag, borðuðum, náðum í tölvupóstinn, löbbuðum í búðina, svo strönd og svo heim að elda. Við ætluðum að fara í Kringlu hérna í hverfinu sem við héldum að væri nálægt, því þar er víst eina búðin sem selur orðabækur. En þegar við fengum að vita að það tæki 20 mínútur í strætó aðra leið, þá nenntum við ekki. En að vera svona mállaus!! Það er alger undantekning að einhver skilji ensku hér og ekki sjens að finna nein blöð eða bækur á ensku. Þeir hafa bara ekki þörf fyrir þetta mál. Eina sem er í boði annað en portúgalska er spænska, og ekki er ég betri þar. Það getur líklega verið soldið fyndið að fylgjast með okkur þegar við reynum að gera okkur skiljanleg, ég vildi panta sódavatn um daginn á veitingastað, veit að vatn er aqua, og þá sagði ég: „Aqua... emm skvisssssshhh? Eh?“ Þetta virkaði, en stefnan er nú samt tekin á orðabók og við erum komin með símanúmer í málaskóla. Við ætlum að tjékka á því hvort við komumst í smá málakennslu þessar fimm vikur sem við verðum hér. Væri gaman.
4 comments:
ohhh ég er núna pínu abbó. Sól, strönd og BJJ. Þetta er sko lífið
kv Bylgja
hej, interessant læsning.. men i resten af sydamerika snakker de spansk, så hvorfor ikke lære det nu når I skal videre rundt der. brazilianerne kan sikkert forstå det..
hilsner herfra
ER
Hæhæ, gaman að fá nýtt blogg. Þetta er greinilega endalaust ævintýri hjá ykkur!
e.s. Aqua con gas er sódavatn á spænsku..(segja com í stað con á portúgölsku minnir mig) aqua sin gas er venjulegt.. Menntaskólaspænskan alveg að gera sig ;)
Kveðja, arna
gummi sagði mér að þú værir búin að gleyma símanúmeri mínu það er 5668618 kv Kristófer
Post a Comment