Monday, December 15, 2008

Litla kínverska jólatréð okkar


Þetta er að verða svo aldeilis fínt jólatré hérna hjá okkur í Risk road. Byrjaði með sex bláar jólakúlur, og svo hefur bæst á þetta jafnt og þétt, ásamt því sem pökkunum fjölgar. Á svona ferðalagi er mikilvægt að jólagjafir séu lítlar, maður vill ekki burðast með allt of mikinn farangur um heiminn, svo það er eflaust ýmislegt sniðugt og ætilegt í þessum pökkum hehe.... jólajólajólajóla-gleði í sólinni :)

1 comment:

Anonymous said...

Mér finnst þetta jólatré mjög "charmerende", og persónulegt. Greinilegt að allir í fjölskyldunni eru að gefa eitthvað af sér, eigin sköpunarverk til að skreyta það. Þetta verður mikið sameiningartákn um jólin.

Ástarkveðjur, amma Dóra