Tuesday, February 24, 2009

Orri með svartar tásur eins og hinir


Eins og myndin sýnir, þá voru tærnar ansi svartar eftir fyrsta daginn í íbúðinni hér. Íbúðin var ofboðslega skítug reyndar alls staðar og fyrsta daginn sem var síðasta laugardagur, þá vorum við eiginlega bara þrífandi, þrátt fyrir að vera nýkomin í bæinn í ansi langri rútuferð OG það var 11 ára giftingarafmæli hjá okkur Gauja. Þetta var bara OF skítugt. Var að hugsa þetta eftir á, skildi eiginlega ekki hvað það er mikill skítur í teppinu, en það er bara ekki hefð fyrir að fara úr skónum hér áður en maður kemur inn í hús. Það er bara gengið beint inn, og kannski bara í svona rigningar/snjó-löndum eins og Íslandi sem þetta er nauðsynlegt. Allavega, við þrifum fullt og þetta er að verða nokkuð gott. Náum samt ekki úr teppinu, ryksugan sem fylgir íbúðinni hefur örugglega verið í eigu iðnaðarmanna, (áður en leigufélagið keypti hana á antikmarkaði) sem notuðu hana í steypu- eða múrvinnu, hún spýtir bara út úr sér rykmekki svo allt verður "blurry", og ekki halda að það sé rauðvínið, þó það sé svaka ódýrt hér.. :)

No comments: