Eins og myndin sýnir, þá voru tærnar ansi svartar eftir fyrsta daginn í íbúðinni hér. Íbúðin var ofboðslega skítug reyndar alls staðar og fyrsta daginn sem var síðasta laugardagur, þá vorum við eiginlega bara þrífandi, þrátt fyrir að vera nýkomin í bæinn í ansi langri rútuferð OG það var 11 ára giftingarafmæli hjá okkur Gauja. Þetta var bara OF skítugt. Var að hugsa þetta eftir á, skildi eiginlega ekki hvað það er mikill skítur í teppinu, en það er bara ekki hefð fyrir að fara úr skónum hér áður en maður kemur inn í hús. Það er bara gengið beint inn, og kannski bara í svona rigningar/snjó-löndum eins og Íslandi sem þetta er nauðsynlegt. Allavega, við þrifum fullt og þetta er að verða nokkuð gott. Náum samt ekki úr teppinu, ryksugan sem fylgir íbúðinni hefur örugglega verið í eigu iðnaðarmanna, (áður en leigufélagið keypti hana á antikmarkaði) sem notuðu hana í steypu- eða múrvinnu, hún spýtir bara út úr sér rykmekki svo allt verður "blurry", og ekki halda að það sé rauðvínið, þó það sé svaka ódýrt hér.. :)
Tuesday, February 24, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Blog Archive
-
▼
2009
(299)
-
▼
February
(46)
- Eina málverkið í íbúðinni!!
- Buenos Aires
- Dýragarðsferð
- Dýrin í Amazon
- Skrítnar
- Flugur í Amazon
- Sáum líka þennan...
- Alltaf nóg að gera..
- Tvífari Dimmu
- Kaffihús...
- Stór "Hljómskálagarður"
- Fótboltasvæðið..
- Fyrsta fótboltaæfingin í BA hjá Orra
- Fyrsta fótboltaæfingin í BA
- Fyrir utan húsið
- Ferðalög geta verið lýjandi
- Litla stofan
- Orri með svartar tásur eins og hinir
- Argentína, skógurinn
- Igazu fossar, Puerto Igazu og Río Tropic hótelið
- Þar sem við fórum með bátnum
- Í siglingunni
- Rio Tropic herbergið
- Paragvæ
- Sá stóri!!
- Bless bjútífúl Brasilía!
- Nýklipptur!!
- Pedropolis og litla hótelherbergið
- Ætla að hætta núna langa textanum í bili, við þurf...
- Útsýnið úr rútuferðinni
- The Cathedral in Pedropolis
- Finnst kirkjugarðarnir skrítnir hér, hver gröf er ...
- Lilian??
- Margt fallegt að skoða í Pedrópolis, m.a. þessi ör...
- Flugvélar Suður-Ameríku.. eða þannig.
- Við að glíma...
- Tíminn rýkur áfram
- Svona er sólarlagið hérna!!
- Guttar í glímu
- Cristo Redentor
- Orri litli var ánægður með þetta
- Hluti af útsýninu
- Og famillian undir styttunni
- Gaui að plana
- Fáklætt fólk
- Gaui að skokka..
-
▼
February
(46)
No comments:
Post a Comment