Þá erum við komin til Argentínu, Puerto Igazu heitir bærinn og Igazu fossarnir aðalstjörnurnar á þessu svæði. Ég hef alltaf haft svolítið rómantískar hugmyndir um Argentínu eftir Madonnu myndina um Evitu (ég veit, ekki mikill kúltúr í því..) og lagið „don´t cry for me Argentina, the truth is I never left you... osfrv.“, oh, svo flott lag. Og ég er ánægð með það sem ég hef séð hingað til. Rútuferðin hingað tókst vel. Hún byrjaði seinnipartinn á mánudag, á Rodovaria í Ríó, við mætt með allt okkar hafurtask eftir leiða kveðjustund á Barra Beach. Við höfum haft það ofboðslega gott þarna, Barra alveg einstaklega gott hverfi með allt sem maður þarf til að lifa góðu og einföldu lífi, eins og Gaui gat stunið upp gegnum ekkann: „vinalegt fólk, ávextir alls staðar, hægt að labba í allt, jiujitsu, strönd, sjór og sól“. Við ætlum að koma aftur þangað, það er á hreinu.
Nú svo hófst rútuferðin, við spennt að sjá hvernig þetta færi fram. Sætin voru frábær!! Þetta eru eiginlega lazyboy-stólar, geta hallast alveg aftur (reyndar gat ég nú ekki nýtt það, þar sem ég þekkti manninn fyrir aftan mig (Guðjón heitir hann) og hann misnotaði kunningsskapinn óspart og kvartaði ef ég var komin of langt aftur) og fótskemill. Barinn sem við höfðum beðið spennt eftir að sjá og áttum eitt sæti við, reyndist nú bara vatns og kaffistöð, selfservice, og kaffið sem var í automatnum dýsætt, að brazza-sið. Ódrekkandi andsk.. Þegar ca. 5 mín voru búnar af ferðinni hófst dvd-mynd á skjánum, hljóðið úr henni glumdi yfir alla rútu, svo maður hafði lítið val um hvort maður vildi horfa og heyra. Og þetta var þessi svakalega ofbeldismynd, með kynferðislegu ívafi, svo að við foreldrarnir höfum verið í mesta basli síðustu daga við að svara flóknum spurningum um siðfræði, framhjáhald og tilgang lífsins. Eftir þessa mynd kom önnur ansi svæsin og þannig var þetta trekk í trekk. Myndirnar dekkuðu eiginlega öll dökk svið mannlífsins: eiturlyf, ofbeldi, fangelsi, forsetamorð, skilnað, spilltar löggur og kynlíf. Inni í þessu leyndist ein rómantísk gamanmynd sem ég naut mikið, en svo furðulega vill til að öllum strákunum tókst að sofna undir þeirri mynd!
Tímarnir 22 í rútunni liðu bara ágætlega og þetta var bara ekkert mál. Við komum svo til Puerto Igazu um fjögurleytið á þriðjudeginum. Það fór smá tími í að finna banka til að kaupa Argentínska pesóa til að geta borgað fyrir leigubílinn á hótelið. Það gekk á endanum og hótelið er rosalega kósí. Það er svona bjálkakofaraðhús, 9 herbergi, misstór, liggja í hálfhring utan um litla sundlaug. Rólegt og inni í skógi, sem er þónokkuð byggður, hús hér og þar og fjölskyldur með fullt af börnum og hundum allt í kring. Skrítinn jarðvegurinn hér, virðist vera rústrauður, og allar götur og moldin í kring í þessum lit. Setur soldið tóninn fyrir tilfinninguna af Suður-Ameríku. Það er algengt að sjá krakka, allt niður í 6-8 ára með litlu systkyni sín töltandi á eftir sér, og það yngsta bundið á mjöðmina, oft ekki meira en nokkurra mánaða. Þessir krakkar eru þá að selja eitthvað, eða þá á göngu á eftir foreldri, sem er með stórar töskur af handverksmunum sem þau eru að selja. Ótrúlega fallegir munir. Ég fíla vel þetta fólk, því það er alls ekki ýtið. Það býður manni að skoða, ef maður vill ekki skoða, þá bara nikkar það og heldur áfram, er ekkert að bögga mann.
Fyrsta daginn okkar í Argentínu vorum við bara á hótelinu og við sundlaugina, enda frekar ryðguð eftir rútuferðina og gátum ekki hugsað okkur að taka bíl inn í bæ til að borða. Hjónin sem eru með hótelið hér, er ekki með kvöldmat, en hann pantaði pizzu fyrir okkur og reddaði rauðvínsflösku, svo við gátum slakað og legið í leti meðan guttarnir hömuðust í sundlauginni. Ótrúlegt hvað börn eru orkumikil, ég meina það, ekki einu sinni 22 tíma rútuferð gerir þá lúna í hausnum, það var bara djöflast af enn meiri krafti, eins og til að bæta upp tapaðan tíma í djöflagangi meðan þeir þurftu að sitja kyrrir í mjúku rútusæti og horfa á ofbeldismyndir!! Hótelið er mjög „low key“, bara rúm á herberginu og baðherbergi og loftkæling. Ekkert sjónvarp, og ég var að rifja það upp að það eru að verða tveir mánuðir síðan við horfðum á sjónvarp, ég meina ég fréttir, barnatíma eða eitthvað þannig. Það var náttúrulega horft á sjónvarpið í rútunni, þótt við værum stundum alveg til í að sleppa því og guttarnir grófu sig undir teppin, settu kodda yfir eyrun og horfðu út eða reyndu að sofna. Þetta er frekar ódýrt hótel,, en voða hreint og þægilegt og vinalegir eigendur, ung hjón sem eiga litla eins árs stelpu, sem trítlar um allt og er forvitin. Svo eiga þau líka stóran hund, einhverskonar Dobermann-tegund, nema breiðari. Hann gæti verið soldið „scary“, en hann er bara svo rólegur og dúllulegur, því hann gengur um allt með tusku í kjaftinum, sem er svona eins og snuðið hans! Bærinn, Puerto Igazu, gegnur bara út á fossana. Þetta er eins og lítið „souvenier bær“, því það eru íbúarnir, sem eru fáir, og svo eru það túristarnir, sem eru gríðarmargir og stoppa yfirleitt ekki meira en 2-3 daga. Soldið sérkennilegt svæði, en vinalegt.
Svo á miðvikudeginum, eftir góðan morgunmat, fórum við að skoða fossana. Tókum daginn ekkert allt of snemma, en náðum að skoða mestan hluta fossanna. Þetta er svakalegt svæði, Igazu fossarnir samanstanda af 275 fossum, sem geta farið upp í yfir 300 fossa, þegar rigningar eru miklar. Við tókum bátsferð upp ána, sem endaði í að báturinn siglir með mann ansi nálægt einum fossinum, þannig að allir verða gegnblautir, voða gaman og mikið stuð. Svo bara skoðuðum við svæðið, gengum heilmikið og á svæðinu er líka heilmikill skógur og villt dýralíf, með köngulóm, risamaurum, eðlum, einhvernskonar þvottabjörnum, öpum, hrægömmum og öðrum fuglum og svo toppurinn; jagúar. Við sáum margar af þessum dýrategundum, þó ekki jagúarinn, þeir eru fáir og eru bara á ferð á nóttunni. Við ákváðum að geyma skoðun á stærsta fossinum þar til í dag, enda gaman að þurfa ekki að flýta sér of mikið við að skoða þennan fallega stað. Fórum á góðan kjötstað í gærkvöldi, fengum stóra nautasteik og þó svo svæðið hér þyki ekki alveg það besta í nautakjötsgeiranum, þá var þetta fínn matur.
Nú svo hófst rútuferðin, við spennt að sjá hvernig þetta færi fram. Sætin voru frábær!! Þetta eru eiginlega lazyboy-stólar, geta hallast alveg aftur (reyndar gat ég nú ekki nýtt það, þar sem ég þekkti manninn fyrir aftan mig (Guðjón heitir hann) og hann misnotaði kunningsskapinn óspart og kvartaði ef ég var komin of langt aftur) og fótskemill. Barinn sem við höfðum beðið spennt eftir að sjá og áttum eitt sæti við, reyndist nú bara vatns og kaffistöð, selfservice, og kaffið sem var í automatnum dýsætt, að brazza-sið. Ódrekkandi andsk.. Þegar ca. 5 mín voru búnar af ferðinni hófst dvd-mynd á skjánum, hljóðið úr henni glumdi yfir alla rútu, svo maður hafði lítið val um hvort maður vildi horfa og heyra. Og þetta var þessi svakalega ofbeldismynd, með kynferðislegu ívafi, svo að við foreldrarnir höfum verið í mesta basli síðustu daga við að svara flóknum spurningum um siðfræði, framhjáhald og tilgang lífsins. Eftir þessa mynd kom önnur ansi svæsin og þannig var þetta trekk í trekk. Myndirnar dekkuðu eiginlega öll dökk svið mannlífsins: eiturlyf, ofbeldi, fangelsi, forsetamorð, skilnað, spilltar löggur og kynlíf. Inni í þessu leyndist ein rómantísk gamanmynd sem ég naut mikið, en svo furðulega vill til að öllum strákunum tókst að sofna undir þeirri mynd!
Tímarnir 22 í rútunni liðu bara ágætlega og þetta var bara ekkert mál. Við komum svo til Puerto Igazu um fjögurleytið á þriðjudeginum. Það fór smá tími í að finna banka til að kaupa Argentínska pesóa til að geta borgað fyrir leigubílinn á hótelið. Það gekk á endanum og hótelið er rosalega kósí. Það er svona bjálkakofaraðhús, 9 herbergi, misstór, liggja í hálfhring utan um litla sundlaug. Rólegt og inni í skógi, sem er þónokkuð byggður, hús hér og þar og fjölskyldur með fullt af börnum og hundum allt í kring. Skrítinn jarðvegurinn hér, virðist vera rústrauður, og allar götur og moldin í kring í þessum lit. Setur soldið tóninn fyrir tilfinninguna af Suður-Ameríku. Það er algengt að sjá krakka, allt niður í 6-8 ára með litlu systkyni sín töltandi á eftir sér, og það yngsta bundið á mjöðmina, oft ekki meira en nokkurra mánaða. Þessir krakkar eru þá að selja eitthvað, eða þá á göngu á eftir foreldri, sem er með stórar töskur af handverksmunum sem þau eru að selja. Ótrúlega fallegir munir. Ég fíla vel þetta fólk, því það er alls ekki ýtið. Það býður manni að skoða, ef maður vill ekki skoða, þá bara nikkar það og heldur áfram, er ekkert að bögga mann.
Fyrsta daginn okkar í Argentínu vorum við bara á hótelinu og við sundlaugina, enda frekar ryðguð eftir rútuferðina og gátum ekki hugsað okkur að taka bíl inn í bæ til að borða. Hjónin sem eru með hótelið hér, er ekki með kvöldmat, en hann pantaði pizzu fyrir okkur og reddaði rauðvínsflösku, svo við gátum slakað og legið í leti meðan guttarnir hömuðust í sundlauginni. Ótrúlegt hvað börn eru orkumikil, ég meina það, ekki einu sinni 22 tíma rútuferð gerir þá lúna í hausnum, það var bara djöflast af enn meiri krafti, eins og til að bæta upp tapaðan tíma í djöflagangi meðan þeir þurftu að sitja kyrrir í mjúku rútusæti og horfa á ofbeldismyndir!! Hótelið er mjög „low key“, bara rúm á herberginu og baðherbergi og loftkæling. Ekkert sjónvarp, og ég var að rifja það upp að það eru að verða tveir mánuðir síðan við horfðum á sjónvarp, ég meina ég fréttir, barnatíma eða eitthvað þannig. Það var náttúrulega horft á sjónvarpið í rútunni, þótt við værum stundum alveg til í að sleppa því og guttarnir grófu sig undir teppin, settu kodda yfir eyrun og horfðu út eða reyndu að sofna. Þetta er frekar ódýrt hótel,, en voða hreint og þægilegt og vinalegir eigendur, ung hjón sem eiga litla eins árs stelpu, sem trítlar um allt og er forvitin. Svo eiga þau líka stóran hund, einhverskonar Dobermann-tegund, nema breiðari. Hann gæti verið soldið „scary“, en hann er bara svo rólegur og dúllulegur, því hann gengur um allt með tusku í kjaftinum, sem er svona eins og snuðið hans! Bærinn, Puerto Igazu, gegnur bara út á fossana. Þetta er eins og lítið „souvenier bær“, því það eru íbúarnir, sem eru fáir, og svo eru það túristarnir, sem eru gríðarmargir og stoppa yfirleitt ekki meira en 2-3 daga. Soldið sérkennilegt svæði, en vinalegt.
Svo á miðvikudeginum, eftir góðan morgunmat, fórum við að skoða fossana. Tókum daginn ekkert allt of snemma, en náðum að skoða mestan hluta fossanna. Þetta er svakalegt svæði, Igazu fossarnir samanstanda af 275 fossum, sem geta farið upp í yfir 300 fossa, þegar rigningar eru miklar. Við tókum bátsferð upp ána, sem endaði í að báturinn siglir með mann ansi nálægt einum fossinum, þannig að allir verða gegnblautir, voða gaman og mikið stuð. Svo bara skoðuðum við svæðið, gengum heilmikið og á svæðinu er líka heilmikill skógur og villt dýralíf, með köngulóm, risamaurum, eðlum, einhvernskonar þvottabjörnum, öpum, hrægömmum og öðrum fuglum og svo toppurinn; jagúar. Við sáum margar af þessum dýrategundum, þó ekki jagúarinn, þeir eru fáir og eru bara á ferð á nóttunni. Við ákváðum að geyma skoðun á stærsta fossinum þar til í dag, enda gaman að þurfa ekki að flýta sér of mikið við að skoða þennan fallega stað. Fórum á góðan kjötstað í gærkvöldi, fengum stóra nautasteik og þó svo svæðið hér þyki ekki alveg það besta í nautakjötsgeiranum, þá var þetta fínn matur.
No comments:
Post a Comment