Heimsreisublogg
Sunday, August 2, 2009
Í Lux hjá pabba
Hugmynd að innréttingu
Gaui lúinn..
París!!
Og þá er það Evrópa aftur!!
Thursday, July 9, 2009
Huaca Pucllana
Við fórum að skoða þessar frægu rústir í miðborg Lima í fyrradag en þetta er heilagur staður sem byggður var um 5-800 eftir Krist. Þetta er gegnheill pýramídi (þeir eru nokkrir í Perú) og svo torg og nokkur fleiri mannvirki. Þetta tilheyrði Lima-kúlturnum, en það er flokkur sem var sem sagt uppi milli 5-800 eftir Krist. Staðurinn var notaður sem fórnarstaður fyrir guðina, þó sjaldan sem mannlegar fórnir voru færðar, "eingöngu" gert á tuttugu ára fresti, og þá alltaf ung stúlka á aldrinum 12-25 ára, því þær þóttu svo hreinar. Svæðið var mun stærra áður, en var ekki farið að varðveita það fyrr en kringum 1980, svo það er búið að byggja yfir þó nokkuð af rústunum. Svo á tímabili (held kringum 1960) þótti voða gaman að halda mótórhjólakeppnir á pýramídanum og þar í kring. Núna er hins vegar mikið kapp lagt í að vernda svæðið og endurreisa það sem hefur hrunið. Þetta er allt gert úr steinum sem þeir bjuggu sjálfir til, úr leir og skeljum og það sem hefur hjálpað til við að vernda þetta er að það rignir eiginlega aldrei í Lima. Síðast rigndi fyrir alvöru hér 1971, en annars er þetta bara örlítill úði. Ef það yrði hins vegar alvöru íslensk rignng hér, tæki það ekki nema svona viku að eyðileggja byggingarnar! Vissuð þið að Lima er önnur þurrasta höfuðborg í heimi? Sú þurrasta er Kairó.
Við erum að pakka núna og klára síðustu kettlebells-póstana fyrir næsta ferðalag. Förum í flug í nótt/fyrramálið og eftir 12 tíma flug erum við í Madrid!! Allir orðnir spenntir og þó er ansi skrítin tilfinning að vera að fara frá Suður-Ameríku eftir þennan tíma. Það sem ég hlakka furðurlega mikið til, er að upplifa aftur að klósettpappír sé sjálfsagður á klósettum og að það megi líka setja hann í klósettið!! The little things often matter a lot... Gleymi því til dæmis aldrei hversu óstjórnlega glöð ég varð á flugvellinum í Kína þegar ég sá hvítt postulínsklósett!! Eftir að hafa notast við göt í jörðina í nokkra daga, þá er þetta hlutur sem gleður þig!!
Bókahillutæknin
Mér fannst við hæfi að hafa bókaorminn okkar til að sýna bókahillu-tæknina! Drengur sem las sjö bækur í bókasafni afa Ingimundar í fjögurra daga dvöl á Hóli.
Vinnunmennirnir
Þarna eru þeir að fórna
Perú-hundurinn
Húsakaup í Lima
Tuesday, July 7, 2009
Komin til Lima kl. hálf sjö að morgni!
Markaður
Ekki slæmt
Apríkósa í baði
Svona var maður nú lúpulegur í þvottinum..
Wednesday, July 1, 2009
Spennandi matur og fleira..
Santa Catalina klaustrið
Tuesday, June 30, 2009
Santa Catalina klaustrið
Klaustrið var fallegt og arkitektúrinn svakalega fallegur. Það var "gaman" að koma þarna, en ég verð að viðurkenna að ég á voðalega erfitt með að skilja hvað er á bak við þessa löngun til að loka sig frá þjóðfélaginu, eiga ekki samskipti við það nema í gengum tvöfalda hlera og telja sig svo vera að gera heiminum gríðarlegt gagn, með því að vera að biðja fyrir honum frá kl. 5 á morgnanna. Nú má ekki misskilja mig, ég trúi á mátt bænarinnar og finnst mjög gott að vita að fólk er að biðja fyrir okkur öllum, en ég gat ekki annað en pælt í því, hvort þær hefðu ekki getað gert meira gagn utan veggja klaustursins, allavega með því að fara daglega út og gera eitthvað áþreifanlegt til að hjálpa fólki. Fátæktin var og er gríðarleg í Perú, og alltaf verk að vinna alls staðar. Af hverju ekki að fara út í nokkra klukkutíma á dag og taka til hendinni? Það voru bara fáar útvaldar sem fengu að gera það. Svo voru ógurlegar hetjusögur um abbadísir fortíðarinnar, sem létu hengja sig upp á kross, föstuðu dögum saman og völdu að láta líkamann þola alls konar þjáningar til að sýna styrk trúar sinnar. Ég er á móti öfgum, svo einfalt er það. Og þetta eru öfgar. Svo mér leið ekkert voða vel eftir að hafa verið þarna og gat engan vegin skilið fólk sem gekk um gangana í klaustrinu og tók upp á video hvert einasta skref! Hvenær vill maður skella þessu í tækið og horfa aftur á 3ja tíma ferð um klaustuveggi? I don´t know, en það er nú svo margt sem ég ekki skil... og sérstaklega ekki ýmis atriði í kaþólskri trú..
Pakkinn frá mömmu
þá fengum við stelpurnar á efri hæðinni til að hringja fyrir okkur í póstinn til að athuga hvernig á þessu stæði. þar fengum við að vita að við ættum bara að koma niðureftir, pakkinn væri hjá þeim og við auðvitað að springa af spenningi, enda vona á appolló-lakkrís OG andrés-blöðum í pakkanum!! Svo mætum við á staðinn, en hvergi fannst pakkinn, svo okkur var sagt að koma bara kl. 7 um kvöldið, þá kæmi póstburðafólkið í hús, og eitthvert þeirra væri örugglega með pakkann. Svo við fórum aftur heim, soldið svekkt, en héldum samt gleðinni, enda allt í lagi að bíða nokkra klukkutíma í viðbót. Svo leið dagurinn, og við mættum á slaginu 7 að sækja pakkann, en ekki fannst hann heldur í þetta sinn. Þá sagði manngreyið sem var voða hjálpsamur, að líklega væri pakkinn í næstu deild, sem var 20cm frá þessari deild, en lokuð. Við áttum að mæta kl. 8.30 í fyrramálið og þá yrði leitað að pakkanum fyrir okkur. Þá voru nú sumir gráti næst af vonbrigðum, ótrúlegt hvað svona sending að heiman hefur að segja fyrir mann, þegar margir mánuðir eru síðan maður var á heimaslóðum. En Gaui hélt góða skapinu, bauð sig fram í að fara snemma um morguninn að sækja pakkann og Arnór með, svo kl. 8.15 rölta þeir kátir af stað. Við hin sofum bara lengur, vöknum svo um 9-leytið, borðum morgunmat, vöskum upp, þvoum föt (ég segi þetta í fleirtölu, en í raun er þetta nú bara ég sem sé um þetta, guttarnir voru í tölvunni minnir mig... þeir sjá þó um uppvask eftir kvöldmat, alla daga) og þegar klukkan var orðin 11, var mér nú hætt að standa á sama. Þegar ég var á leiðinni að fara út á pósthús að athuga hvort ég fyndi þá, þá mættu þeir loksins!! Og tilkynntu þegar ég spurði hvernig þetta hefði getað tekið svona langan tíma "við lentum í röð!! Þriggja manna röð!!". Þeir voru um klukktíma að afgreiða eina manneskju, pælið í því! Skriffinskan er þvílík að fólk getur þurft að eyða heilum degi á pósthúsinu þegar það sækir pakka. Þeir eru voðalega hrifnir af pappírum hérna í Perú.
Förum á morgun frá Avenida Emmel
Við höfum æft mikið..
Höfum öll bætt okkur í því sem við vildum bæta okkur í. Arnór er t.d. farinn að geta staðið sjálfur á höndum og getur staðið í 40sek! Hann kemst sjálfur upp og finnst það frekar gaman, enda búinn að æfa það mikið. Næstum jafnmikið og upphífingarnar, sem eru orðnar 20!!!
..stundum soldið kalt..
Thursday, June 25, 2009
Colca Canyon ferðin
Þjóðarréttur "utan-höfuðborgar-fólksins"
og pantaði sér ævintýralegan mat. Hann hafði heyrt um "guinea pig", nokkurs konar naggrís (eins og við höfum sem gæludýr heima...) sem er aðalfæða sveitafólksins. Ekki endilega vegna þess að það er svo gott á bragðið, heldur er þetta svo ódýrt kjöt og auðvelt í ræktun, eignast alltaf fullt af ungum og það oft á ári. Hann var samt soldið svekktur með þetta, því jú, það bragðaðist svo sem ágætlega, en hann hafði heyrt að sums staðar væri það borið fram í heilu lagi, haus, klær og alles, og hann hafði hlakkað svo til þess! Stundum veit ég ekki frá hvaða plánetu hann er....