..þessi var inni hjá okkur, var alveg að deyja, því þeir þola svo illa hitann og þurrkinn inni í húsum. Þetta er sama tegund og sér um sönginn á nóttunni, þeir syngja alveg frá fimm á daginn þegar byrjar að dimma, til sex næsta morgun og eru svipað stórir og þumalfingursnögl. Arnór bjargaði lífi þessa frosks, hjálpaði honum út og vökvaði hann. Hann var fyrst alveg máttlaus, eins og skorpin rúsina (næstum því) og lá bara, svo smám saman tútnaði hann út og varð svona ljómandi kátur og hress.
Monday, November 24, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Blog Archive
-
▼
2008
(108)
-
▼
November
(16)
- Hitt og þetta
- Af því það er stormur á leið til Íslands...
- Lítill froskur..
- Fyrir Búbba vin minn
- Fyrir Búbba vin minn
- Sumt er öðruvísi...
- Met!!
- Guttar í Kick Start
- Áhyggjur... hmm, óþarfi!
- Bloggleiðbeiningar
- Klifrukettir
- Áhorfandi á fótboltaleik
- Gefa sting-rays að borða
- Tveir þorskar horfast í augu
- Kosningar
- Ljósin og fleira
-
▼
November
(16)
3 comments:
Frábært hjá þér Arnór að bjarga froskinum! Sá hefur verið ánægður að fá lífið sitt og vellíðan aftur. Stolt af þér!
Ástarkveðjur, amma Dóra
Hæ kæru vinir, gaman að fylgjast með ykkar fjölbreyttu lífsreynslu. Guðmundur Ágúst hefur verið að reyna að finna Viktor á MSN en ekki hitt á hann. Spurning hvort þeir geta mælt sér mót t.d. næsta mánudagskvöld, getur það gengið hjá ykkur? Allt gott að frétta úr Furubyggðinni, GÁ tók þátt í badmintonmótum tvær síðustu helgar og stóð sig vel. Og nú er talið niður til jóla! Besta kveðja, Jónína og kó
hæ, gaman að heyra í ykkur!! Hann Viktor er voða kátur með að heyra í Guðmundi og væri endilega til í að hitta hann á mánudögum á MSN. En við erum líka með tölvusíma, sem við getum hringt úr í heimasíma á Íslandi fyrir mjög lítinn pening. Væri Guðmundur til í að þeir hefðu fastan símatíma á mánudagskvöldum (allavega meðan við erum hér á Barbados), þá kl. 21.30 á ísl. tíma? þá fengju þeir frið til að tala bara tveir. kv. Vala
Post a Comment