Saturday, November 15, 2008

Guttar í Kick Start


Hér sjáið þið mynd af Orra og Arnóri í búningum Kick Start. Þetta er frábært lið og guttarnir eru í tveimur flokkum hvor hjá þeim. Orri sem sjálfur er 5 ára, æfir með 6-7 ára á þriðjudögum og með 4-5 ára á fimmtudögum. Fyrri hluti æfinganna er yfirleitt stöðvar. Það eru 6 þjálfarar (allir fullorðnir) með hópinn, milli 30-40 krakka. Seinni hluta æfinganna er svo yfirleitt spilaður leikur. Þá hrúgast mömmurnar út á völlinn, vaða drulluna á háu hælunum sínum, haldandi á regnhlífinni sinni (regntímabil núna). Þar standa þær við hliðarlínuna og garga og öskra nafnið á sínu barni og "go on, finish him" eða "score.. kick it.. come on.. SCORE!!" og verða svo yfirspenntar, fagna GEÐVEIKT þegar það er skorað. Þetta finnst mér soldið skrítið, sérstaklega þar sem þetta er á æfingum (eru ekki keppnisleikir) og svo eru þetta 4 og 5 ára guttar sem verið er að öskra á! Mörkin verða yfirleitt þannig að einn guttanna nær að sparka boltanum út úr þvögunni, sem svo trillar rólega framhjá markmanninum, sem er að róla sér í þverslánni eða bora í nefið :) Held það kæmi skrítinn svipur á þjálfarana heima, ef mömmurnar létu svona á æfingum heima, hehe. En það er hvetjandi að hafa áhugasama foreldra og það vantar sko ekki hér.


Arnór, sem er 9 ára, æfir með 9-10 ára á miðvikudögum og 11-12 ára á fimmtudögum. Á laugardögum er svo aukaæfing sem Arnór fer yfirleitt á, þar er hann með 12-18 ára gaurum. Svo eru stundum leikir hjá þeim stóru á sunnudögum. Á morgun verður stórt mót, þá verða spilaðir nokkrir leikir og það er aldurshópurinn 11-12 ára sem er að spila. Það fara bara tvö lið úr öllum hópnum, sem eru um 35 gaurar, svo það komast ekki allir að úr flokknum. En okkar maður var valinn (bara 9 ára, og samt valinn!!!) svo það verður fótboltadagur á morgun. Áfram Kick Start!


Þjálfararnir tala mikið um hversu gott viðhorf strákarnir okkar hafa. Segja það frábært hvernig þeir gera alltaf eins og sett er fyrir á hverri stöð, leggi sig alla fram og kvarti aldrei. Það er víst stundum vandamál hérna, að mörg börnin kvarta mikið, nenna ekki að hlaupa, segjast vera þreytt, koma oft of seint og hlusta ekki á þjálfarann. Líklega íslenski víkingurinn í guttunum okkar. Held reyndar að þetta sé ríkt í okkur Íslendingum, að kvarta ekki, bíta á jaxlinn, halda áfram og gera sitt besta. Sjáið bara Hermann Hreiðars, Eið Smára, Brynjar Björn, Margréti Láru og fleiri góða. Þetta eru seigir einstaklingar sem gefast aldrei upp, sama hvað!! Frábærar fyrirmyndir fyrir íslenska krakka! Og við megum ekki gleyma því hvað það er mikilvægt að hafa góðar fyrirmyndir, ekki bara heima fyrir, heldur líka úti í þjóðfélaginu. Tala nú ekki um, þegar á móti blæs. Chin up!

4 comments:

Anonymous said...

Mikið er nú gaman að fylgjast með blogginu ykkar. Ég er sérstaklega dugleg að kíkja þegar ég á að sitja við skriftir á ritgerðinni minni, hmm, sennilega alþjóðlegt vandamál þar á ferð. Hafið það sem allra best og bestu kveðjur til allra.
Júlíana.

Anonymous said...

Hej med jer.. Jeg har nu, siden jeg fik kendskab til jeres blogg læst den jævnligt, og haft gaman af. Vala du beskriver det så godt at det bliver "levende" for mig. Billederne springer frem når jeg læser. "Frábært" at drengene får kredit for deres evner på fodboldbanen og vi holder selvfølgelig med "Kick Start". Godt at Gaui er over sine sår, så kan livet gå videre.
Knuz herfra, hvor det snart bliver vinter med sne og det hele..
Hils omkring jer..
Ester

Anonymous said...

hej med jer.. en lille hilsen fra dk, hvor alt står vel til. Frábært at drengene klarer det så godt i fodbold. fint at Gaui er hel igen, så kan livet går videre..
knuz herfra hvor vinteren banker på i weekenden..
ER

Anonymous said...

Hæhæ kæri vinur minn Orri, takk fyrir póstkortið það var gamna að fá það. Ég er farin að sakna þín mjög mikið, ég og mamma erum dugleg að fara hér inn og fylgjast með ykkur og ykkar ævintýrum. Mér gengur vel í skólanum og finnst bara gaman. Jæja hafið það gott bless Orri vinur minn, þinn vinur Gylfi Hólm (og mamma)