Monday, October 27, 2008

Viktor Gauti 12 ára!!


Í dag er stórmerkilegur dagur, 27. október og frumburðurinn, sjálfur Viktor Gauti er 12 ára gamall. Hann var vakinn með söng og kakói í rúmið, var svo settur í mikla leit að gjöfum með hinum og þessum vísbendingum. Þurfti öðru hvoru að gera mismunandi æfingar eins og 5 armbeygjur, 5 hindu og standa á höndum, en hann fór létt með það (ömmu Dóru fannst þetta ansi hart að gera "barninu" þetta, þar til hún heyrði að Viktor hefði gert nákvæmlega það sama við pabba sinn þegar hann átti afmæli 21. sept). Í gær tók hann brekkuna með pabba sínum, í fjórða sinn og í fjórða sinn bætti hann tímann sinn, er núna kominn undir 9 mínútur. Það var líka ansi gaman, að hann lagði af stað aðeins á undan Gauja, sem þurfti að læsa bílnum. En Gaui hefur alltaf hingað til náð guttanum ofarlega í brekkunni, en ekki í þetta sinn. Viktor kíkti öðru hvoru tilbaka, til að tjékka á hvar kallinn væri, og ef hann var of nálægt, þá gaf hann bara aðeins í og jók bilið! Gaui náði honum ekki í þetta sinn, og er þetta kannski fyrirboði um það sem koma skal.. er strákurinn að verða stærri, sterkari OG fljótari en við..?!? Bara 12 ára? Hvar endar þetta?? :) Til hamingju gullmoli!!

3 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með daginn Viktor Gauti frændi okkar :-) Svona verður þetta, börnin vaxa manni yfir höfuð og hlaupa hraðar og taka mann í bóndabeygju og - og - ;-) Hafið það sem best og kærar kveðjur frá okkur öllum. Fjölskyldan Fellahvarfi.

Unknown said...

Til hamingju með afmælið, Viktor Gauti. Ég var búinn að baka en Dóra amma hélt að súkkulaðið myndi leka eða bráðna á leiðinni svo ég át hana sjálfur. Það var rétt hjá ömmu þínni. Súkkulaðið bráðnaði í munninum á mér, þ.e. ca. 37C. Hvernig var í kafbátnum?
Góðar stundir Goðarnir

Anonymous said...

Þið ættuð nú að taka Padi á meðan að þið eruð þarna! Tekur bara fjóra daga...gerið þetta þegar ég kem þá get ég tekið advanced eða night diving ;)Cheers Habba